17.01.2008 20:10

Vinabæjarlundurinn í Kópavogi

Stjórn Norræna félagsins í Kópavogi boðaði til samverustundar í Norræna vinabæjarlundinum vestan við Digraneskirkju í Kópavogi sunnudaginn 24. júní 2007. Tilgangurinn var að minna á mikilvægi norræns samstarfs. Reist var fánaborg við lundinn til auðkenningar þeim sem ekki þekktu til svæðisins en hann er einnig auðkenndur með skilti þar sem norrænu vinabæir Kópavogs eru tilgreindir. Í lundinn var fyrst plantað trjám sumarið 1993 þegar haldið var vinabæjarmót í Kópavogi. Þennan dag var plantað nokkrum velvöldum trjám í lundinn í stað fallinna trjáa. Gestir nutu síðan kaffiveitinga í sérstaklega góðu  veðri sem var þennan dag. Það er von stjórnar Norræna félagsins í Kópavogi að slík samverustund um miðsumar geti orðið að árlegum atburði.
Norrænir vinabæir Kópavogs eru Ammassalik á Grænlandi, Klaksvik í Færeyjum, Mariehamn á Álandseyjum, Norrköping í Svíþjóð, Odense í Danmörku, Tampere í Finnlandi og Trondheim í Noregi. Síðan öðlaðist Kópavogur einnig vinabæ í Kína haustið 2007 en það er Wuhan.
Flettingar í dag: 5
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 16
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 79752
Samtals gestir: 28762
Tölur uppfærðar: 22.9.2019 06:34:40