23.04.2008 18:14

Stjórnarfundur 19. apríl 2008

Fundur í stjórn Norræna félagsins í Kópavogi var haldinn laugardaginn 19. apríl kl 11:00 til 13:20.

Rætt var um framlagðar breytingartillögur við lög félagsins. Farið var ítarlega yfir hverja grein og lögin borin saman við lög Norræna félagsins á Íslandi. Eftir nokkrar umræður var samþykkt að vinna tillögurnar ennfrekar og leggja fyrir stjórnarfund að því loknu.

Samþykkt var að boða til aðalfundar Norræna félagsins í Kópavogi miðvikudaginn 30. apríl. Samþykkt að senda fundarboð með bréfi til allra félaga með 7 daga fyrirvara. Undirbúningi aðalfundar var lokið.

Stjórnarmenn lýstu ánægju sinni með samkvæmi sem haldið var hjá varaformanni stjórnar föstudaginn 18. apríl í tilefni heimsóknar framkvæmdastjóra Norræna félagsins í Danmörku.

Formaður gerði grein fyrir fundi með stjórn Glóðarinnar sem haldinn var 1. mars sl. um norrænt íþróttamót í Kópavogi. Stjórn Glóðarinnar lagði til að mótinu yrði frestað um 2 ár þar sem lengri tíma og meiri vinnu þyrfti til undirbúnings slíku móti. Glóðin mun hins vegar halda íþróttamót á fyrrum fyrirhuguðum tíma í júní og hafa þegar danskir og íslenskir þátttakendur skráð þátttöku. Stjórn Norræna félagsins lagðist ekki gegn þessari ósk stjórn Glóðarinnar og óskar þeim velfarnaðar.

Formaður gerði grein fyrir heimsókn formanns Norræna félagsins í Óðinsvéum sem fyrirhuguð er í maí nk.

Fleira gerðist ekki.
Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 14
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 83080
Samtals gestir: 30537
Tölur uppfærðar: 15.7.2020 04:25:49