08.12.2008 22:31

Jólaboð NF í Keflavík

Stjórn NF í Keflavík bauð stjórnum Norrænu félaganna á höfuðborgarsvæðinu til jólateitis fimmtudagskvöldið 4. desember sl. Fjölmenni þáði þetta góða boð þar sem á borðum var hangikjöt úr Samkaupum, grænar baunir, rauðkál og kartöflur með uppstúf. Síðan var borin var skyrterta sem þótti einstaklega góð og hefur formaður NF í Keflavík góðfúslega gefið leyfi til að birta uppskriftina með þessari frétt. Meðan á samkomunni stóð kom fram fjöldi ungra hljómlistarmanna sem flutti jólalög og önnur hugljúf lög.

Stjórn NF í Kópavogi þakkar kærlega fyrir ánægjulegt kvöld og hlakkar til að taka þátt að ári í Hafnarfirði.

Hér kemur svo uppskriftin góða frá Hildi Ellertsdóttur, formanni NF í Keflavík:

Skyrterta: 1 pakki kanilkex frá LU (Bastogne) 
1 stór dós KEA vanilluskyr
1/2 lítri þeyttur rjómi
1 krukka kirsuberjasósa frá Den gamle fabrik

Kexið mulið í botninn. Rjóminn þeyttur, (betra að stífþeyta hann ekki alveg) og hrærður saman við skyrið - þessu jafnað yfir kexið. Kirsuberin yfir.
Best að láta hana standa c.a. 12-24 tíma. 
Ef fólki líka ekki kirsuberin - sumum finnst þau of sæt. 
þá er ágætt að velgja aðeins bláberjasultu eða þá sem ykkur finnst góð og nota í staðinn.
Verði ykkur að góðu
Kveðja Hildur

Flettingar í dag: 5
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 14
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 83068
Samtals gestir: 30536
Tölur uppfærðar: 15.7.2020 03:52:11