22.04.2009 12:04

Aðalfundur 2009

Aðalfundarboð

Aðalfundur Norræna félagsins í Kópavogi er hér með boðaður
miðvikudaginn 29. apríl kl 18:00.

Fundurinn verður haldinn í Kórnum,
fundarsal í Bókasafni Kópavogs á neðri hæð við Hamraborg.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin hefur samþykkt að leggja fram tillögu að lagabreytingum sem miða að því að samræma lög félagsdeildarinnar lögum Norræna félagsins á Íslandi.

Fundurinn er opinn öllum félögum í Norræna félaginu í Kópavogi
sem eru skuldlausir við félagið um félagsgjöld 2008,
sem og öðrum velunnurum félagsins en þá án atkvæðisréttar.

Ennfremur samþykkti stjórn að tilkynning þessi væri gild sem aðalfundarboð, en í gildandi lögum er ákvæði um að fundinn skuli boða með 7 daga fyrirvara og í aðalfundarboði 2008 var félögum bent á heimasíðu félagsins til upplýsingaöflunar.

Fyrir hönd stjórnar NF í Kópavogi,
Birna Bjarnadóttir, formaður

Flettingar í dag: 5
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 16
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 79752
Samtals gestir: 28762
Tölur uppfærðar: 22.9.2019 06:34:40