22.04.2009 10:14

Stjórnarfundur 3. apríl 2009

Stjórn NF í Kópavogi koma saman til stjórnarfundar 3. apríl 2009 kl 18:00.
Fyrir fundinum lá undirbúningur aðalfundar 2009 sem halda ber samkvæmt lögum í apríl árlega.

Samþykkt var að halda fundinn 29. apríl kl 18:00 og leitast við að fá afnot af fundarsal Bókasafns Kópavogs.

Þá var farið yfir lokadrög að breytingum á lögum félagsins og voru þau samþykkt. Stjórnin mun leggja lagabreytingarnar fyrir aðalfund.

Rætt var um hugmynd að Norrænni messu í Hallgrímskirkju í Saurbæ, boðun hennar og framkvæmd.

Þá var ákveðið að efna til samverustundar í Vinabæjarlundi við Digraneskirkju 21. júní kl 16:00.

Formaður gerði grein fyrir tillögum sem fram komu í hugmyndabankann sem settur var fram á afmæli félagsins og taldi tilvalið að reyna að koma þeim á framfæri á árinu.

Þá var rifjað upp að heimild hafði fengist til að setja upp vegvísi með fjarlægðum frá Kópavogi til vinabæjanna við Vinabæjarlundinn, en þær upplýsingar liggja nú fyrir, ma. á heimasíðu NFKóp.
Fleira ekki gert.
Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 14
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 83080
Samtals gestir: 30537
Tölur uppfærðar: 15.7.2020 04:25:49