20.03.2010 08:00

Stjórnarfundur 29. sept. 2009

Stjórn Norræna félagsins í Kópavogi kom saman til fyrsta stjórnarfundar eftir aðalfund sem var 29. apríl 2009. Stjórnarfundurinn var haldinn á Muffins í Hamraborg, þriðjudaginn 15. september kl. 17.00.

Fyrsta mál á dagskrá var að stjórnin skipti með sér verkum samkvæmt lögum félagsins.

Formaður Birna Bjarnadóttir lagði fram eftirfarandi tillögu að breyttum hlutverkum í stjórninni frá fyrri stjórn:

            Gjaldkeri:  Gréta Eiríksdóttir

            Ritari:  Margrét Björnsdóttir

            Varaformaður:  Hrafnhildur Jósefsdóttir

            Meðstjórnandi: Paul Jóhannsson

            Varamenn eru sem fyrr:

            Sigurbjörg Björgvinsdóttir og Hjörtur Pálsson

Tillagan var samþykkt.

Því næst var rætt var um væntanlegt starf í vetur.

Hugmynd um að ritari muni að einhverju leyti sjá um heimasíðuna en formaður hefur haft veg og vanda að henni hingað til.

Samþykkt að Paul taki að sér að minna á stjórnarfundi og eftirfylgni samþykkta.
Fleira ekki gert en ritari ritaði fundargerð.

Flettingar í dag: 5
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 14
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 83068
Samtals gestir: 30536
Tölur uppfærðar: 15.7.2020 03:52:11