21.03.2010 11:49

Stjórnarfundur 17. nóv. 2009

Stjórn Norræna félagsins í Kópavogi kom saman til stjórnarfundar. Fundurinn var haldinn á Muffins í Hamraborg þriðjudaginn 17. nóvember 2009 kl. 17.00.

Málefni fundarins:

  1. Norræna félagið í Hafnarfirði býður til aðventusamverustundar.  Eins og fyrri ár hafa norrænu félögin á höfuðborgarsvæðinu komið saman í desember og átt ánægjulega kvöldstund saman með mat og drykk og skemmtilegum uppákomum. Í ár verður Norræna félagið í Hafnarfirði gestgjafi og býður okkur suður að Straumi föstudaginn 20. nóvember kl. 19.30. Stjórn Norræna félagsins í Kópavogi ákvað að mæta öll til veislunnar með mökum sínum og sameinast í bíla.
  2. Bókasafnsvikan í Kópavogi.  Rætt var um bókina "Hvað eru MYTUR" sem gefin var út af NF - Ísland með styrk frá Norðurlandaráði í kjölfar 85 ára afmælis Norræna félagsins NF - Ísland en þá var höfuðborgarráðstefna haldin í Reykjavík. Ráðstefnan var haldin um MYTUR og er þessi bók samantekt á öllum fyrirlestrunum sem haldnir voru á ráðstefnunni.
  3. Næstu þrír fundir ákveðnir.  Fimmtudagur 21. janúar 2010 kl. 18.00-19.00  Fimmtudagur 18. febrúar 2010 kl. 18.00-19.00  Fimmtudagur 18. mars 2010 kl. 18.00-19.00.
  4. Skoðunarmenn reikninga félagsins. Aðalskoðunarmaður félagsins, Tómas H. Sveinsson er fluttur frá landinu og ákvað stjórnin að leita til Kristjáns Guðmundssonar, fyrrverandi formanns Norræna félagsins í Kópavogi til að gegna því starfi frá og með næsta aðalfundi. Ákveðið að senda Tómasi jólakveðju frá stjórninni og sér Hjörtur Pálsson um það.
  5. Lög félagsins Lög félagsins eru í endurskoðun og var Paul og Margréti falið að halda áfram með þá vinnu.

Fleira ekki gert en ritari ritaði fundargerð.

Flettingar í dag: 25
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 14
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 83088
Samtals gestir: 30539
Tölur uppfærðar: 15.7.2020 05:07:10