21.03.2010 11:55

Stjórnarfundur 4. febr. 2010

Stjórn Norræna félagsins í Kópavogi kom saman til stjórnarfundar. Fundurinn var haldinn í nýrri aðstöðu Siglingafélagsins Ýmis að Naustavör 20 í Kópavogi kl. 18.00.

Málefni fundarins:

  1. Fundargerð síðasta fundar upp lesin og samþykkt.
  2. Norræna félagið í Hafnarfirði og aðventusamverustundin í desember sl. Rætt var um ágæti þessarra samkoma og þá sérstaklega vegna þess að fulltrúar fá kærkomið tækifæri til að kynnist hvert öðru og áherslum annarra norrænna félaga. Félögum okkar í Hafnarfiðrið færðar þakkir fyrir.
  3. Formannafundur Formaður sagði frá því að formaður NF - Ísland hafi boðað til formannafundar þann 10. febrúar eða næstkomandi miðvikudag.
  4. Félagaskrá Norræna félagsins í Kópavogi. Rætt var um félagaskrá og netfangalista félagsins. Birna formaður mun sjá um að fá afrit af  félagaskránni á höfuðstöðvunum við Óðinstorg. Stjórnin mun síðan skipta listanum niður á sig til þess að hringja og fá uppgefin netföng og nýjar upplýsingar. Gallinn við listann er að það vantar flestöll netföng. Síðan þarf að fara yfir gamla listann. Ýmislegt sem hægt er að lagfæra til þess að færa okkur inn í tölvuöldina.
  5. Lög félagsins  Ennþá eru lög félagsins í endurskoðun og var Paul og Margréti falið að halda áfram með þá vinnu. Samkvæmt lögum NF - Ísland verða ný eða endurskoðuð lög norrænu félaganna að fara fyrir fund aðalstjórnar NF - Ísland til samþykktar áður en hægt er að samþykkja þau á aðalfundi félags.
  6. Aðalfundur Ákveðið var að halda aðalfund Norræna félagsins í Kópavogi þann 29. apríl 2010 í sal Bókasafns Kópavogs kl. 18.00.

Engin önnur mál lágu fyrir fundi en ritari gékk frá fundargerð.

Flettingar í dag: 34
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 14
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 83097
Samtals gestir: 30539
Tölur uppfærðar: 15.7.2020 05:43:21