21.03.2010 11:59

Stjórnarfundur 18. mars 2010

Stjórn Norræna félagsins í Kópavogi kom saman til stjórnarfundar. Fundurinn var haldinn í nýrri aðstöðu Siglingafélagsins Ýmis að Naustavör 20 í Kópavogi kl. 18.00.

Málefni fundarins:

  1. Fundargerðir síðastu funda upp lesinar og samþykktar.

Fundargerð frá 15. september 2009

Fundargerð frá 17. nóvember 2009 og

Fundargerð frá 4. febrúar 2010

Fundurinn sem vera átti í janúar féll niður.

  1. Formannafundur hjá NF - Ísland

"Dagur Norðurlandanna" 23. mars 2010 kl. 19.00

Formaður sagði frá formannafundi NF - Ísland sem haldinn var þann 10. mars kl. 17.00. Þvi miður komust ekki fulltrúar frá Akranesi, Þorlákshöfn og Keflavík en aðrir fulltrúar mættu. Aðalmál fundarins var;

Norræna félagið á Íslandi mun standa fyrir hátíðardagskrá í Norræna húsinu í tilefni af degi Norðurlanda með tilstuðlan og styrk frá norrænu sendiráðunum. Við þetta tækifæri ætlar NF - Ísland að afhenda heiðursverðlaun félagsins, Peruna í fyrsta sinn. Heiðursverðlaunin verða veitt þeim einstaklingi sem hefur af mikilli hugsjón og óeigingirni unnið að því að styrkja tengsl norrænna þjóða.

Dagskrá kvöldsins verður hefðbundin hátíðardagskrá með mat, ávörpum, söng og gleði. Elín Gunnlaugsdóttir, söngkona flytur nokkur lög.

Dill restaurant sér um veitingar en staðurinn hefur verið tilnefndur sem besti veitingastaður á Norðurlöndum. Boðið verður upp á tveggja rétta máltíð með borðvíni og kaffi á eftir. Norrænu sendiráðin styrkja hátíðina og því er hægt að stilla þátttökugjaldi í hóf.

            Hugmyndin er að hafa opið fyrir alla að koma á hátíðina.

Hátíðin hefst kl. 19.00 og er þátttökugjald á mann 4.400 kr. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku eigi síðar en 19. mars á netfangið www.norden@norden.is

  1. Vinabæjarmót í Þrándheimi 7. og 8. maí 2010

Norræna félaginu í Kópavogi hefur borist boð á vinabæjarmót frá vinabæ okkar i Þrándheimi.

Vinabæjarmót eða stjórnartengslafundur norrænu vinabæjarfélaganna verður settur föstudagurinn 7. maí nk. kl. 9.00 í ráðhúsinu í Þrándheimi.

Þema fundarins er þrenns konar:

1.  Hvernig eigum við að að koma á góðu samstarfi á milli vinabæjanna

2.  Hlutverk norrænu félaganna i vinabæjarsamstarfinu.

3.  Tillögur á þessum vettvangi er skóli, ungmenni og umhverfi vinabæjanna.

Norræna félagið í Kópavogi sér ekki fært um að styrkja fulltrúa í þessa ferð en

ef einhver úr stjórninni hefur áhuga á að fara verður send umsókn til Kópavogsbæjar um styrk. Hugsanlegir fulltrúar eru Hrafnhildi Jósefsdóttir ef hún kemst ekki þá Hjörtur Pálsson. Aðrir stjórnarmenn hafa gefið þetta frá sér.

  1. Aðalfundur

Vegna aðalfundarins, sem verður 29. apríl nk., verður stjórnin að hittast í eitt skipti til viðbótar til undirbúnings fundarins. Dagsetning ákveðin síðar.

  1. Netfangasöfnun og fjölgun félaga

Hvernig á að efla norrænu félögin á landinu? Talað var um netfangalistann og söfnun netfanga félagsmanna. Birna fékk nýjustu félagsskrána frá höfuðstöðvunum. Þegar þessi stjórn tók við þá voru 410 manns á félagsskránni en það voru þeir sem höfðu borgað félagsgjöldin og einnig þeir sem höfðu ekki borgað gjöldin. Í dag eru félagar á félagaskrá 153 eða aðeins þeir sem hafa borgað félagsgjöldin.

Vinnan við félagsskrána verður þannig háttuð að við byrjum á að afla símanúmera. Tillaga um að stjórnin hittist á Óðinstorgi í tvo tíma til að hringja í félagana í Kópavogi til þess að fá listann sem réttastan. Einnig að reyna að fjölga félögum félagsins.

Birna deildi listanum upp á stjórnina til þess að hver og einn gæti fundið símanúmer á ja.is.

Ákveðið að stjórnin hittist laugardaginn 27. mars í höfuðstöðvum NF - Ísland á Óðinstorgi kl. 10.00-12.00 til þess að hringja í fólk á félagaskránni vegna söfnunar netfanga.

  1. Sænskar hefðir og hátíðir (Det skal vii fira, Svenska traditioner och högtider).

Hirti Pálssyni falið að skoða þessa bók með það það í huga hvort fýsilegt er að gefa út sambærilega bók um íslenska siði.

Fleira ekki gert og ritari ritaði fundargerð.

Flettingar í dag: 5
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 14
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 83068
Samtals gestir: 30536
Tölur uppfærðar: 15.7.2020 03:52:11