26.03.2010 22:12

Aðalfundur NF Kópavogi 2010

Stjórn Norræna félagsins í Kópavogi boðar til aðalfundar fimmtudaginn 29. apríl 2010 kl 18:00.

Fundurinn verður haldinn í Kórnum fundarsal á jarðhæð í Bókasafni Kópavogs við Hamraborg.

Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

1. Formaður setur fund, kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Lögð fram skýrsla stjórnar.
3. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
5. Samþykkt skýrslu stjórnar og reikninga.
6. Lagabreytingar.
7. Kosning stjórnarmanna og skoðunarmanna reikninga.
8. Önnur mál.

Félagar eru hvattir til að mæta til aðalfundarins.
Flettingar í dag: 92
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 15
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 82921
Samtals gestir: 30455
Tölur uppfærðar: 7.7.2020 10:17:39