Flokkur: Fundargerðir NF

25.01.2008 23:12

Stjórnarfundur 19. janúar 2008

Stjórn Norræna félagsins í Kópavogi kom saman til fundar laugardaginn 19. janúar 2008 kl 12:00. Sex stjórnarmenn og varamenn voru mættir.

Rætt var um atburði síðasta mánaðar, fjárhagsstöðu félagssjóðs, heimasíðu NF í Kópavogi, næstu stjórnarfundi og önnur mál.

Birna og Sigurbjörg gerðu grein fyrir fundum vinnuhóps um  Norrænt heilsumót. Samþykkt að Hrafnhildur mætti á fund hópsins laugardaginn 26. janúar vegna umsókna. Formanni NF hefur borist boð um setu á aðalfundi Glóðar sem haldinn verður 24. janúar nk. Samþykkt að Birna og Paul mæti á fundinn sem fulltrúar NF.

Birna ræddi um tilkomu heimasíðu NF í Kópavogi sem er sett upp á www.123.is og er einföld leið til að miðla upplýsingum um störf félagsins. Stjórnin samþykkti að staðfesta þessa síðu og vinna frekar að nýtingu hennar. Jafnframt að fara þess á leit að slóð síðunnar verð tengd www.Norden.is sem er heimasíða Norræna félagsins.

Birna ræddi um lög félagsins sem væru óbreytt frá stofndegi 1962. Lagði hún til að Margréti yrði falið að yfirfara lögin með hliðsjón af lögum Norræna félagsins og færð til dagsins í dag. Tillögur að breytingum yrði lagðar fyrir næsta stjórnarfund til afgreiðslu stjórnar og undirbúnings aðalfundar 2008. Samþykkt.

Rætt um næstu stjórnarfundi sem verða 23. febrúar og 29. mars, en aðalfundur verður haldinn í apríl. Fram kom tillaga frá Margréti um að fá utanaðkomandi ræðumann á aðalfundinn og auglýsa hann opinn, en halda síðan venjuleg aðalfundarstörf að því loknu. Margréti falið að annast þann undirbúning.

Fleira gerðist ekki.

16.01.2008 18:30

Stjórnarfundir frá aðalfundi 2007

Stjórn NF í Kópavogi hefur haldið 3 stjórnarfundi frá aðalfundi 2007. Fyrsti fundur var haldinn 5. maí 2007 þar sem stjórnin skipti með sér verkum og lagði drög að funda og starfsáætlun. Þann 22. september kom stjórnin til fundar og fór yfir helstu verkefni og enn 3. nóvember. Þá var rætt um samstarf um norrænt mót 50 ára og eldri og var samþykkt að tilnefna fulltrúa stjórnar til samvinnu við stjórn Glóðarinnar, íþróttafélags í Kópavogi.
Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 14
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 83106
Samtals gestir: 30541
Tölur uppfærðar: 15.7.2020 06:21:37