Flokkur: Atburðir

23.03.2010 22:14

Vinnufundur stjórnar

Stjórn NF Kópavogi heldur vinnufund nk. laugardag 27. mars kl 10 - 12:30.

Á fundinum verður unnið við félagatal deildarinnar með það að markmiði að skrá netföng félagsmanna. Skráningin er liður í því að miðla upplýsingum frá stjórn og aðalstjórn til félaga með netpósti og auka möguleika  þeirra á að fylgjast betur með því sem stjórnin vinnur að hverju sinni.

Félagar sem óska þess að fá sendar upplýsingar í tölvupósti geta skráð sig inn á gestabók þessarar síðu og komið upplýsingum þess efni á framfæri við stjórn eða sent stjórnarmönnum tölvupóst samanber upplýsingar hér á síðunni.

21.03.2010 12:22

Norrænt vinabæjarmót í Þrándheimi í maí 2010

Stjórn Norræna félagsins í Kópavogi hefur borist boð frá Þrándheimi um þátttöku á Norrænu vinabæjarmóti sem haldið verður 7. og 8. maí nk.
Stjórnum Norrænu félaganna í vinabæjunum er boðin þátttaka til að efla samstarf félagsdeilda Norrænu félaganna.
Komið hefur fram að bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að senda 2 fulltrúa til þátttöku á mótinu en ekki hefur verið ákveðið hvort fulltrúi úr stjórn Norræna félagsins sækir mótið.

21.03.2010 12:18

Dagur Norðurlandanna

Norræna félaginu í Kópavogi hefur borist eftirfarandi boð:

Þann 23. mars n.k. mun Norræna félagið á Íslandi standa fyrir
hátíðardagskrá í Norræna húsinu í tilefni af degi Norðurlanda. Við þetta
tækifæri ætlar Norræna félagið að afhenda í fyrsta sinn  heiðursverðlaun
félagsins, Peruna, þeim einstaklingi sem hefur af mikilli hugsjón og
óeigingirni unnið að því að styrkja tengsl norrænna þjóða.

Dagskrá kvöldsins verður að öðru leyti hefðbundin hátíðardagskrá með mat,
ávörpum, söng og gleði. Elín Gunnlaugsdóttir söngkona flytur nokkur lög.

Dill restaurant sér um veitingar, en staðurinn hefur verið tilnefndur sem
besti veitingastaður á Norðurlöndum. Boðið verður upp á tveggja rétta
máltíð með borðvíni og kaffi á eftir. Norrænu sendiráðin styrkja hátíðina
og því er hægt að stilla þátttökugjaldi í hóf.

Hátíðin hefst kl 19 og er þátttökugjald á mann 4.400 kr. Nauðsynlegt er að
skrá þátttöku eigi síðar en 19. mars á netfangið norden@norden.is
eða í síma 551 0165.

Stjórn Norræna félagsins í Kópavogi hvetur félaga að taka þátt þann 23. mars nk.
Hittumst heil.

23.12.2009 11:20

Julehilsen til venner i Norden


Julehilsen fra styrelesen for Foreningen Norden i Kopavogur 

Foreningen Norden i Kopavogur sender jule og nytårshilsen til venner i Kopavogurs venskabsbyer i Odense, Norrköbing, Tampere, Trondheim, Klakksvik, Mariehamn og Ammassalik, samt Wuhan.

Vi håber vi vil mödes i det nye år et eller andet sted i verden.

Tak for alle gode hilsener i de sidste år.

Birna Bjarnadóttir,
Hrafnhildur Jósefsdóttir,
Margrét S. Björnsdóttir,
Gréta B. Eiríksdóttir,
Paul Jóhannsson,
Hjörtur Pálsson og
Sigurbjörg Björgvinsdóttir

26.04.2009 20:50

Norræn messa í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd


Stjórn Norræna félagsins í Kópavogi  hefur forgöngu um Norræna messu sunnudaginn 3. maí 2009 kl 14:00 í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.

 

Prestur er sr. Hjörtur Pálsson, sem situr í stjórn Norræna félagsins í Kópavogi, er fyrrum formaður félagsdeildarinnar og Suomi-félagsins og á sæti í sambandsstjórn Norræna félagsins á Íslandi. Í ræðu dagsins og söng verður lögð áhersla á það sem norrænt er og gildi þess. Jafnframt mun Hjörtur við þetta tækifæri segja frá byggingu kirkjunnar í Saurbæ og tengslum hennar við Norðurlönd og norræna list.

 

Kór Saurbæjarprestakalls syngur ásamt Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur. Organisti og kórstjóri er Örn Magnússon píanóleikari.

 

Að messu lokinni gefst kirkjugestum kostur á kaffi í Hlöðunni á Bjarteyjarsandi sem er í um 5 mínútna akstursleið innar í firðinum. Kaffiveitingar kosta um 800 kr.

 

Stjórnir félagsdeilda Norrænu félaganna eru sérstaklega hvattar til að koma til messunnar og eiga saman góða samverustund að henni lokinni.  

Til að tryggja kaffiveitingar er æskilegt að skrá þátttöku hjá undirritaðri á netfangið birna.bjarnadottir (hjá) simnet.is fyrir 30. apríl nk.

23.03.2009 10:07

Dagur norrænnar tungu

Í dag 23. janúar er haldið málþing í Norræna Húsinu í Reykjavík í tilefni Dags Norðurlandanna eða Dags norrænnar tungu.

Þar munu verða flutt athyglisverð erindi um stöðu Norðurlandanna og verður áhugavert að fylgjast með sýn frummælenda á norrænt samstarf og samvinnu á tímum efnahagsþrenginga.

Fulltrúar stjórnar Norræna félagsins í Kópavogi munu sitja málþingið og væntanlega draga þar lærdæm af.

23.12.2008 22:29

Gleðilega jólahátíð

Stjórn Norræna félagsins í Kópavogi sendir öllum félögum og velunnurum hugheilar jóla og nýjárskveðjur.

Þökkum ánægjulegar samverustundir með stjórnum og félögum Norrænu félaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Sérstakar kveðjur sendum við til félaga Norræna félagsins í Keflavík með þökk fyrir gott jólaboð. Megi nýtt ár færa okkur margar góðar samverustundir í þágu frekara samstarfs.

Fyrir hönd Norræna félagsins í Kópavogi
Birna Bjarnadóttir, formaður

08.12.2008 22:31

Jólaboð NF í Keflavík

Stjórn NF í Keflavík bauð stjórnum Norrænu félaganna á höfuðborgarsvæðinu til jólateitis fimmtudagskvöldið 4. desember sl. Fjölmenni þáði þetta góða boð þar sem á borðum var hangikjöt úr Samkaupum, grænar baunir, rauðkál og kartöflur með uppstúf. Síðan var borin var skyrterta sem þótti einstaklega góð og hefur formaður NF í Keflavík góðfúslega gefið leyfi til að birta uppskriftina með þessari frétt. Meðan á samkomunni stóð kom fram fjöldi ungra hljómlistarmanna sem flutti jólalög og önnur hugljúf lög.

Stjórn NF í Kópavogi þakkar kærlega fyrir ánægjulegt kvöld og hlakkar til að taka þátt að ári í Hafnarfirði.

Hér kemur svo uppskriftin góða frá Hildi Ellertsdóttur, formanni NF í Keflavík:

Skyrterta: 1 pakki kanilkex frá LU (Bastogne) 
1 stór dós KEA vanilluskyr
1/2 lítri þeyttur rjómi
1 krukka kirsuberjasósa frá Den gamle fabrik

Kexið mulið í botninn. Rjóminn þeyttur, (betra að stífþeyta hann ekki alveg) og hrærður saman við skyrið - þessu jafnað yfir kexið. Kirsuberin yfir.
Best að láta hana standa c.a. 12-24 tíma. 
Ef fólki líka ekki kirsuberin - sumum finnst þau of sæt. 
þá er ágætt að velgja aðeins bláberjasultu eða þá sem ykkur finnst góð og nota í staðinn.
Verði ykkur að góðu
Kveðja Hildur

17.01.2008 20:22

Norræna félagið í Kópavogi 45 ára

Norræna félagið í Kópavogi var stofnað 5. desember árið 1962 og fagnar því 45 ára afmæli. Stjórn félagsins bauð til samkvæmis í tilefni afmælisins í Gerðarsafni við Hamraborg 4 í Kópavogi í tilefni tímamótanna 5. desember 2007. Öllum félögum var boðið með boðsbréfi sem og velunnunum í bæjarfélaginu, Vinabæjarnefnd Kópavogs, stjórn Norræna félagsins á landsvísu, stjórnum Norrænu félagsdeildanna á höfuðborgarsvæðinu, sendiherrum Norðurlandanna og stjórn Íþróttafélagsins Glóðar í Kópavogi.
Flutt voru stutt ávörp og heillaóskir, sagt var frá sögu félagsins og stúlknakór undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur söng nokkur lög. Í tilefni tímamótanna afhenti stjórnin viðurkenningu til Bókasafns Kópavogs fyrir að vekja athygli á norrænum bókmenntum og skipulagningu Norrænnar bókaviku sem safnið hefur unnið á undirförnum árum.

17.01.2008 20:10

Vinabæjarlundurinn í Kópavogi

Stjórn Norræna félagsins í Kópavogi boðaði til samverustundar í Norræna vinabæjarlundinum vestan við Digraneskirkju í Kópavogi sunnudaginn 24. júní 2007. Tilgangurinn var að minna á mikilvægi norræns samstarfs. Reist var fánaborg við lundinn til auðkenningar þeim sem ekki þekktu til svæðisins en hann er einnig auðkenndur með skilti þar sem norrænu vinabæir Kópavogs eru tilgreindir. Í lundinn var fyrst plantað trjám sumarið 1993 þegar haldið var vinabæjarmót í Kópavogi. Þennan dag var plantað nokkrum velvöldum trjám í lundinn í stað fallinna trjáa. Gestir nutu síðan kaffiveitinga í sérstaklega góðu  veðri sem var þennan dag. Það er von stjórnar Norræna félagsins í Kópavogi að slík samverustund um miðsumar geti orðið að árlegum atburði.
Norrænir vinabæir Kópavogs eru Ammassalik á Grænlandi, Klaksvik í Færeyjum, Mariehamn á Álandseyjum, Norrköping í Svíþjóð, Odense í Danmörku, Tampere í Finnlandi og Trondheim í Noregi. Síðan öðlaðist Kópavogur einnig vinabæ í Kína haustið 2007 en það er Wuhan.
  • 1
Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 23
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 87652
Samtals gestir: 33055
Tölur uppfærðar: 26.2.2021 18:26:52