Flokkur: Lög NF Kópavogi

17.01.2008 20:57

Lög fyrir Norræna félagið í Kópavogi

Lögin voru samþykkt á stofnfundi 5. desember 1962 í Kópavogi.

1.gr. Nafn og heimili.
Félagið heitir Norræna félagið. Heimili þess og varnarþing er í Kópavogi.

2.gr. Markmið félagsins.
Það er tilgangur félagsins að vera í verki með skyldum félögum á Norðurlöndum í því að efla og viðhalda samúð og samvinnu meðal allra norrænna þjóða, inn á við og út á við.
Félagið skal leitast við að ná þessu takmarki sínu með því að stuðla að því að samband Íslendinga við aðrar norrænar þjóðir verði sem öflugast, víðtækast og best, bæði menningarlega og fjárhagslega, að svo miklu leyti sem verða má fyrir fullkomins sjálfstæðis sakir.
Félagið skal jafnframt kosta kapps um að auka þekkingu Íslendinga á lifnaðarháttum, þjóðfélagsskipun, andlegri og verklegri menningu annarra norrænna þjóða, og sömuleiðis stuðla að því að þekking þeirra á vorum högum fari vaxandi.

3. gr. Félagar.
Félagar í félaginu geta verið:
1. Einstaklingar.
2. Styrktarfélagar.
3. Skólar, bókasöfn og skyldar stofnanir.
4. Félagasamtök.
Ríkisborgarar Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar geta einnig gerst félagar.
Styrktarfélagar geta einstaklingar , stofnanir, félög eða félagasamtök orðið, sem greiða styrktargjald til félagsins árlega.
Skólar, bókasöfn og skylda stofnanir geta gengið í Norræna félagið og öðlast þar félagsleg réttindi sem einstaklingar, en greiða þá tvöfalt gjald á við einstakling árlega til aðalfélagsins.

4. gr. Aðalfundur og stjórn.
Stjórn félagsins skipa 5 (eða 7) menn kjörnir á aðalfundi. Formaður skal kosinn sérstaklega til 2ja ára. 2 (eða 3) meðstjórnendur skulu ganga úr stjórninni ár hvert. Stjórnin skiptir með sér verkum. Auk þess kýs aðalfundur 2 endurskoðendur, sem endurskoða reikninga félagsins hvert almanaksár fyrir sig. Stjórnarfundir eru löglegir ef mættur er fullur helmingur stjórnarmanna.
Aðalfundur skal haldinn á hverju ári fyrir lok aprílmánaðar og skal hann boðaður öllum félagsmönnum með a.m.k. þriggja daga fyrirvara og dagskrá fundarins birt um leið. Á aðalfundi skal stjórnin gera grein fyrir framkvæmdum og fjárhag félagsins og leggja fram endurskoðaða reikninga yfir tekjur og gjöld á umliðnu ári.
Á aðalfundi skulu eftirfarandi atriði tekin fyrir:
1. Kosinn fundarstjóri og ritari fundarins.
2. Skýrsla um framkvæmdir og fjáhag félagsins.
3. Reikningar félagsins bornir undir atkvæði.
4. Kosin stjórn fyrir næsta starfsár félagsins.
5. Kosnir endurskoðendur.
6. Kosnir fulltrúar og varamenn á sambandsþing.
7. Önnur mál.
Stjórninni er heimilt að boða til aukafunda svo oft sem þörf gerist og ber skylda til þess, ef 10 félagsmenn eða fleiri æskja þess. Atkvæðamagn ræður úrslitum mála á fundum félagsins nema um lagabreytingar sé að ræða.
Aðalfundur er lögmætur sé hann löglega boðaður.
Fyrir 15. maí ár hvert skal stjórn félagsdeildarinnar senda sambandsstjórn Norrænu félaganna skýrslu um störf deildarinnar á liðnu almanaksári ásamt tilskildu gjaldi deildarinnar til heildarsamtakanna.

5. gr.
Breytingar á lögum þessum má aðeins gear á aðalfundi félagsins og þær ná því aðeins fram að ganga að 2/3 fundarmanna samþykki þær.
  • 1
Flettingar í dag: 30
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 23
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 87658
Samtals gestir: 33055
Tölur uppfærðar: 26.2.2021 18:49:51