Flokkur: Norrænt heilsumót

18.05.2008 21:56

Norrænu heilsumóti í Kópavogi aflýst

Á fundi með stjórn Íþróttafélagsins Glóðin sem haldinn var 1.mars 2008 var lagt til af hálfu stjórnar Glóðarinnar að ráðast ekki í að halda Norrænt heilsumót að þessu sinni, en lagt til að fresta því um 2 ár. Formaður stjórnar Norræna félagsins og meðstjórnandi sem voru á fundinum lögðust ekki gegn tillögunni. Það er því ljóst að ekki verður haldið Norrænt heilsumót í Kópavogi á þessu ári.

25.01.2008 22:52

Vinnuhópur um norrænt heilsumót 2008

Stjórn Norræna félagsins í Kópavogi og stjórn Íþróttafélagsins Glóðin hafa tilnefnt fulltrúa í vinnuhóp til undirbúnings norræns heilsumóts sumarið 2008. Aðdragandi þess var tillaga sem kom fram í kjölfar fundar fulltrúa stjórna Norrænu félaganna í vinabæjum Kópavogs sem haldinn var í Tampere í september sl. Gréta Eiríksdóttir sótti fundinn fyrir hönd NF í Kópavogi.

Norræna heilsumótið er ætlað þátttakendum 50 ára og eldri sem hafa að leiðarljósi "Hreyfingu, næringu og heilsu". Á mótinu verður keppt í nokkrum íþróttagreinum, haldin fræðsluerindi og kvöldsamkoma. Norræna heilsumótið verður haldið í fyrsta sinn í Kópavogi dagana 14.-17. júní 2008.

Vinnuhópurinn er skipaður Grétu Eiríksdóttur, Birnu Bjarnadóttur og Hrafnhildi Jósefsdóttur fyrir hönd Norræna félagsins en fulltrúar Glóðarinnar eru Sigríður Bjarnadóttir, Lórens Rafn Kristvinsson og Margét Bjarnadóttir. Verkefnastjóri er Sigurbjörg Björgvinsdóttir, en hún er varamaður í stjórn NF í Kópavogi og formaður fræðslunefndar Glóðarinnar. Vinnuhópurinn hefur þegar haldið 3 fundi, hefur lagt fram drög að dagskrá og kostnaðaráætlun. Þegar hafa skráð þátttöku sína á mótinu fulltrúar frá Danmörku, Finnlandi og Íslandi.
  • 1
Flettingar í dag: 30
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 23
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 87658
Samtals gestir: 33055
Tölur uppfærðar: 26.2.2021 18:49:51