Flokkur: Norrænir vinabæir Kópavogs

06.01.2009 22:07

Vinabæir Kópavogs

Kópavogur hóf vinabæjasamskipti við aðra bæi og borgir á Norðurlöndum árið 1964. Það ár var komið á tengslum við Óðinsvé í Danmörku,  Þrándheim í Noregi, Norrköbing í Svíþjóð og  Tampere í Finnlandi.

Árið 1967 voru tekin upp vinabæjatengsl við Klakksvik í Færeyjum, árið 1974 við Maríuhöfn á Álandseyjum og tveimur árum síðar við Ammassalik á Grænlandi.

Árið 2007 var síðan hafið vinabæjarsamstarf við Wuhan borg í Kína.

Sjá nánar á heimasíðu Kópavogsbæjar, www.Kopavogur.is

Til upplýsingar fyrir áhugasama aðila má benda á að frá torginu fyrir framan Bæjarskrifstofur Kópavogs til vinabæjanna eru:

2.028 km til Óðinsvéa á Fjóni,
1.578 km til Þrándheims í Noregi,
2.091 km til Norrköbing í Svíþjóð,
2.297 km til Tampere í Finnlandi,
798 km til Klakksvikur í Færeyjum,
2.187 km til Maríuhafnar á Álandseyjum,
770 km til Ammassalik á Grænlandi og
8.871 km til Wuhan í Hubei héraði í Kína.

Hér má sjá upplýsingar um vinabæina á ýmsum tungumálum
Ammassallip Kommunia á Grænlandi http://www.ammassalik.gl/
Klaksvik í Færeyjum   http://www.klaksvik.fo/
Mariehamn á Álandseyjum  http://www.mariehamn.aland.fi/
Norrköping í Svíþjóð  http://www.norrkoping.se/
Odense á Fjóni í Danmörku  http://www.odense.dk/
Tampere í Finnlandi  http://www.tampere.fi/
Trondheim í Noregi  http://www.trondheim.kommune.no/
Wuhan í Kína

  • 1
Flettingar í dag: 11
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 23
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 87639
Samtals gestir: 33055
Tölur uppfærðar: 26.2.2021 17:53:37