17.01.2008 20:22

Norræna félagið í Kópavogi 45 ára

Norræna félagið í Kópavogi var stofnað 5. desember árið 1962 og fagnar því 45 ára afmæli. Stjórn félagsins bauð til samkvæmis í tilefni afmælisins í Gerðarsafni við Hamraborg 4 í Kópavogi í tilefni tímamótanna 5. desember 2007. Öllum félögum var boðið með boðsbréfi sem og velunnunum í bæjarfélaginu, Vinabæjarnefnd Kópavogs, stjórn Norræna félagsins á landsvísu, stjórnum Norrænu félagsdeildanna á höfuðborgarsvæðinu, sendiherrum Norðurlandanna og stjórn Íþróttafélagsins Glóðar í Kópavogi.
Flutt voru stutt ávörp og heillaóskir, sagt var frá sögu félagsins og stúlknakór undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur söng nokkur lög. Í tilefni tímamótanna afhenti stjórnin viðurkenningu til Bókasafns Kópavogs fyrir að vekja athygli á norrænum bókmenntum og skipulagningu Norrænnar bókaviku sem safnið hefur unnið á undirförnum árum.
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 15
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 82882
Samtals gestir: 30455
Tölur uppfærðar: 7.7.2020 09:12:28