23.04.2008 18:20

Aðalfundur NF Kópavogi 2008

Aðalfundarboð 2008
                                                                                    
Kópavogur 20. apríl 2008

Aðalfundur Norræna félagsins í Kópavogi er hér með boðaður miðvikudaginn 30. apríl 2008, kl 18:00 í Kórnum, fundarsal á neðri hæð í Bókasafni Kópavogs að Hamraborg 6 í Kópavogi.

Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins:

1. Kosinn fundarstjóri og ritari fundarins.
2. Skýrsla um framkvæmdir og fjárhag félagsins.
3. Reikningar félagsins bornir undir atkvæði.
4. Kosin stjórn fyrir næsta starfsár félagsins.
5. Kosnir endurskoðendur.
6. Kosnir fulltrúar og varamenn á sambandsþing.
7. Önnur mál.

Aðalfundur Norræna félagsins í Kópavogi 2007 var haldinn 25. apríl 2007. Þá var kjörinn formaður Birna Bjarnadóttir og meðstjórnendur Hrafnhildur Jósefsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Margrét B. Eiríksdóttir og Paul Jóhannsson. Varamenn: Hjörtur Pálsson og Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Skoðunarmenn reikninga voru kjörin þau: Hallveig Andrésdóttir og Tómas H. Sveinsson.

Á starfsárinu var unnið að gerð heimasíðu Norræna félagsins í einföldu og hagstæðu formi og er slóðin www.123.is/nfkop

Þar eru birtar helstu fréttir úr starfi félagsins og upplýsingar um norrænt samstarf..

Með þessu fundarboði sem sent er til allra skráðra félaga Norræna félagsins í Kópavogi er vakin athygli á starfsemi félagsins og vonast er til að félagsmenn sjái sér fært að mæta til aðalfundarins.

Með félagskveðju,

Birna Bjarnadóttir, formaður stjórnar Norræna Félagsins í Kópavogi

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 15
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 82882
Samtals gestir: 30455
Tölur uppfærðar: 7.7.2020 09:12:28