26.04.2009 20:50

Norræn messa í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd


Stjórn Norræna félagsins í Kópavogi  hefur forgöngu um Norræna messu sunnudaginn 3. maí 2009 kl 14:00 í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.

 

Prestur er sr. Hjörtur Pálsson, sem situr í stjórn Norræna félagsins í Kópavogi, er fyrrum formaður félagsdeildarinnar og Suomi-félagsins og á sæti í sambandsstjórn Norræna félagsins á Íslandi. Í ræðu dagsins og söng verður lögð áhersla á það sem norrænt er og gildi þess. Jafnframt mun Hjörtur við þetta tækifæri segja frá byggingu kirkjunnar í Saurbæ og tengslum hennar við Norðurlönd og norræna list.

 

Kór Saurbæjarprestakalls syngur ásamt Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur. Organisti og kórstjóri er Örn Magnússon píanóleikari.

 

Að messu lokinni gefst kirkjugestum kostur á kaffi í Hlöðunni á Bjarteyjarsandi sem er í um 5 mínútna akstursleið innar í firðinum. Kaffiveitingar kosta um 800 kr.

 

Stjórnir félagsdeilda Norrænu félaganna eru sérstaklega hvattar til að koma til messunnar og eiga saman góða samverustund að henni lokinni.  

Til að tryggja kaffiveitingar er æskilegt að skrá þátttöku hjá undirritaðri á netfangið birna.bjarnadottir (hjá) simnet.is fyrir 30. apríl nk.

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 15
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 82882
Samtals gestir: 30455
Tölur uppfærðar: 7.7.2020 09:12:28