21.03.2010 12:18

Dagur Norðurlandanna

Norræna félaginu í Kópavogi hefur borist eftirfarandi boð:

Þann 23. mars n.k. mun Norræna félagið á Íslandi standa fyrir
hátíðardagskrá í Norræna húsinu í tilefni af degi Norðurlanda. Við þetta
tækifæri ætlar Norræna félagið að afhenda í fyrsta sinn  heiðursverðlaun
félagsins, Peruna, þeim einstaklingi sem hefur af mikilli hugsjón og
óeigingirni unnið að því að styrkja tengsl norrænna þjóða.

Dagskrá kvöldsins verður að öðru leyti hefðbundin hátíðardagskrá með mat,
ávörpum, söng og gleði. Elín Gunnlaugsdóttir söngkona flytur nokkur lög.

Dill restaurant sér um veitingar, en staðurinn hefur verið tilnefndur sem
besti veitingastaður á Norðurlöndum. Boðið verður upp á tveggja rétta
máltíð með borðvíni og kaffi á eftir. Norrænu sendiráðin styrkja hátíðina
og því er hægt að stilla þátttökugjaldi í hóf.

Hátíðin hefst kl 19 og er þátttökugjald á mann 4.400 kr. Nauðsynlegt er að
skrá þátttöku eigi síðar en 19. mars á netfangið norden@norden.is
eða í síma 551 0165.

Stjórn Norræna félagsins í Kópavogi hvetur félaga að taka þátt þann 23. mars nk.
Hittumst heil.
Flettingar í dag: 73
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 15
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 82902
Samtals gestir: 30455
Tölur uppfærðar: 7.7.2020 09:45:20