23.03.2010 22:00

Aðalfundargerð NF 2009

Aðalfundur  NF- Kópavogi 29.04.2009, haldinn kl 18:00, í Bókasafni Kópavogs við Hamraborg.

Formaður setti fundinn og gerði grein fyrir fundarboði á heimasíðu NF-Kóp.  Á síðasta aðalfundi var tilkynnt að allar gjörðir NF-Kóp yrðu hér með tilkynntar á heimasíðu.

Fundarstjóri var kjörinn Birna Bjarnadóttir formaður og  fundarritari Gréta B. Eiríksdóttir. 

Skýrsla stjórnar lögð fram og samþykkt án athugasemda.

Gjaldkeri lagði fram reikninga áritaða af skoðunarmönnum.  Samþykktir án athugasemda.

Margrét  Björnsdóttir lagði fram kveðjur frá Sigurbjörgu Björgvinsdóttur sem var fjarverandi. Formaður lagði til að lagabreytingar verði teknar inn í dagskrá undir önnur mál.  Ekki er gert ráð fyrir lagabreytingum sem sérdagskrárlið í núverandi lögum.

Þeir stjórnarmenn sem hafa lokið kjörtímabili sínu Hrafnhildur Jósefsdóttir og Margrét Björnsdóttir. Þær gefa kost á sér áfram til stjórnar.  Engar aðrar tillögur komu fram  og eru því réttkjörnir.

Aðrir stjórnarmenn kjörnir á síðasta aðalfundi til 2ja ára eru Birna Bjarnadóttir, formaður, Gréta B Eiríksdóttir og Paul Jóhannsson. Tillaga um varamenn til eins þau Hjört Pálsson og Sigurbjörg Björgvinsdóttur vara samþykkt samhljóða en aðra tillögur komu ekki fram.

Skoðunarmenn reikninga þau Hallveig Andrésdóttir og Tómas H. Sveinsson hafa samþykkt að vera áfram í kjöri. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og var kjör þeirra  samþykkt.

Kosningu þátttakenda á sambandsþing NF á Íslandi sem haldið verður að hausti var vísað til stjórnar.

Önnur mál:

Lagabreytingar.  Stjórnin samþykkir framkomnar lagabreytingar fyrir sitt leyti og leggur til að samþykktinni verði vísað til sambandsstjórnar.  - Samþykkt einróma.

Formaður lagði fram upplýsingar vegna  Norrænnar messu í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, í Hallgrímskirkju.  Formaður þakkar séra Hirti Pálssyni sérstaklega fyrir hans undirbúning málsins.  Upplýsingar hafa verið sendar til norrænu félaganna á höfuðborgarsvæðinu, deilda, sendiráða og frambjóðenda stjórnmálaflokkanna.

Rætt var um komandi hlutverk Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og aukið vægi NF vegna  þessa.

Sambandsþing Norræna félagsins verður haldið í Kópavogi 5. og 6. september í Kópavogi.  Fundur Norrænu félaganna verður svo í Finnlandi helgina á eftir.

Birna Bjarnadóttir formaður stjórnar NF í Kópavogi þakkar stjórninni fyrir samstarf á síðasta starfsári og lýsir ánægju sinni með samstarfið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:37

Flettingar í dag: 73
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 15
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 82902
Samtals gestir: 30455
Tölur uppfærðar: 7.7.2020 09:45:20