Færslur: 2008 Apríl
23.04.2008 18:31
Peter Jon Larsen fra NF Danmark i Kopavogur
Peter Jon gjorde rede for Foreningen Nordens arbejde i Danmark og dens rolle i Evropæisk sammenhæng. Han gav nye og meget inspirerende ideer om hvor vægten i nordisk foreningsarbejde kunne lægges idag og dens betydning for nuets nordiske beboere. Han diskuterede ogsa den situation som finder sted i de nordiske lande ved at venskabsbysamarbejdet bliver ophævet pa grund af sammenslutning af flere kommuner.
Det er styrets mening at mödet med Peter Jon Larsen var af stor vigtighed, ikke mindst gav det nye ideer og hab om at det er det værd at drive med arbejde for Foreningen Norden.
Tak for besöget Peter Jon Larsen og frue. Vi glæder os til at træffe jer igen.
23.04.2008 18:20
Aðalfundur NF Kópavogi 2008
Aðalfundarboð 2008
Kópavogur 20. apríl 2008
Aðalfundur Norræna félagsins í Kópavogi er hér með boðaður miðvikudaginn 30. apríl 2008, kl 18:00 í Kórnum, fundarsal á neðri hæð í Bókasafni Kópavogs að Hamraborg 6 í Kópavogi.
Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins:
1. Kosinn fundarstjóri og ritari fundarins.
2. Skýrsla um framkvæmdir og fjárhag félagsins.
3. Reikningar félagsins bornir undir atkvæði.
4. Kosin stjórn fyrir næsta starfsár félagsins.
5. Kosnir endurskoðendur.
6. Kosnir fulltrúar og varamenn á sambandsþing.
7. Önnur mál.
Aðalfundur Norræna félagsins í Kópavogi 2007 var haldinn 25. apríl 2007. Þá var kjörinn formaður Birna Bjarnadóttir og meðstjórnendur Hrafnhildur Jósefsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Margrét B. Eiríksdóttir og Paul Jóhannsson. Varamenn: Hjörtur Pálsson og Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Skoðunarmenn reikninga voru kjörin þau: Hallveig Andrésdóttir og Tómas H. Sveinsson.
Á starfsárinu var unnið að gerð heimasíðu Norræna félagsins í einföldu og hagstæðu formi og er slóðin www.123.is/nfkop
Þar eru birtar helstu fréttir úr starfi félagsins og upplýsingar um norrænt samstarf..
Með þessu fundarboði sem sent er til allra skráðra félaga Norræna félagsins í Kópavogi er vakin athygli á starfsemi félagsins og vonast er til að félagsmenn sjái sér fært að mæta til aðalfundarins.
Með félagskveðju,
Birna Bjarnadóttir, formaður stjórnar Norræna Félagsins í Kópavogi
23.04.2008 18:14
Stjórnarfundur 19. apríl 2008
Rætt var um framlagðar breytingartillögur við lög félagsins. Farið var ítarlega yfir hverja grein og lögin borin saman við lög Norræna félagsins á Íslandi. Eftir nokkrar umræður var samþykkt að vinna tillögurnar ennfrekar og leggja fyrir stjórnarfund að því loknu.
Samþykkt var að boða til aðalfundar Norræna félagsins í Kópavogi miðvikudaginn 30. apríl. Samþykkt að senda fundarboð með bréfi til allra félaga með 7 daga fyrirvara. Undirbúningi aðalfundar var lokið.
Stjórnarmenn lýstu ánægju sinni með samkvæmi sem haldið var hjá varaformanni stjórnar föstudaginn 18. apríl í tilefni heimsóknar framkvæmdastjóra Norræna félagsins í Danmörku.
Formaður gerði grein fyrir fundi með stjórn Glóðarinnar sem haldinn var 1. mars sl. um norrænt íþróttamót í Kópavogi. Stjórn Glóðarinnar lagði til að mótinu yrði frestað um 2 ár þar sem lengri tíma og meiri vinnu þyrfti til undirbúnings slíku móti. Glóðin mun hins vegar halda íþróttamót á fyrrum fyrirhuguðum tíma í júní og hafa þegar danskir og íslenskir þátttakendur skráð þátttöku. Stjórn Norræna félagsins lagðist ekki gegn þessari ósk stjórn Glóðarinnar og óskar þeim velfarnaðar.
Formaður gerði grein fyrir heimsókn formanns Norræna félagsins í Óðinsvéum sem fyrirhuguð er í maí nk.
Fleira gerðist ekki.
23.04.2008 17:11
Stjórnarfundir í febrúar og mars 2008
- 1