Færslur: 2008 Maí

18.05.2008 21:56

Norrænu heilsumóti í Kópavogi aflýst

Á fundi með stjórn Íþróttafélagsins Glóðin sem haldinn var 1.mars 2008 var lagt til af hálfu stjórnar Glóðarinnar að ráðast ekki í að halda Norrænt heilsumót að þessu sinni, en lagt til að fresta því um 2 ár. Formaður stjórnar Norræna félagsins og meðstjórnandi sem voru á fundinum lögðust ekki gegn tillögunni. Það er því ljóst að ekki verður haldið Norrænt heilsumót í Kópavogi á þessu ári.

18.05.2008 21:18

Fyrsti stjórnarfundur starfsársins

Stjórn Norræna félagsins í Kópavogi kom saman til fyrsta fundar starfsársins laugardaginn 17. maí. Stjórnin skipti með sér verkum, það er óbreytt skipan frá síðasta starfsári. Varaformaður er Margrét Björnsdóttir, gjaldkeri er Hrafnhildur Jósefsdóttir og ritari Gréta B. Eiríksdóttir.
Rætt var um fundaáætlun stjórnar á árinu og samþykkt að efna til samverustundar í Norræna vinabæjarlundinum við Digraneskirkju, sunnudaginn 22. júní kl 16:00. Rætt var um hugmynd að uppsetningu skiltis með upplýsingum um fjarlægðir til vinabæja Kópavogs. Samþykkt að ritari stjórnar sendi erindi þessa efnis til bæjaryfirvalda en upplýsingar liggja þegar fyrir frá Paul Jóhannssyni.
Rætt um hugmyndir sem fram komu á aðalfundi varðandi notkun netpósts við fundarboðun til félagsmanna og uppfærslu félagaskrár en aðalskrifstofa Norræna félagsins á Íslandi annast félagaskrá, skráningu nýrra og beiðnir um úrsagnir. Félagsmenn hafa nú fengið upplýsingar um heimasíðu Norræna félagsins í Kópavogi og samþykkti stjórnin að leitast við að setja allar upplýsingar um félagsstarfið þar inn, enda er innlit á síðuna nokkuð stöðugt.
Rætt um frekari vinnslu á heimasíðunni sem er í blogsíðuformi en nýtist ágætlega og er hagkvæmur kostur. Stjórnin samþykkti tillögu formanns um að tengjast jafnframt ennfrekar heimasíðu Norræna félagsins á Íslandi.
Fleira gerðist ekki.

12.05.2008 15:33

Foreningen Norden i Kopavogur generalforsamling 2008

Generalforsamling blev holdt April den 30. i Kopavogurs Bibliotek ved Hamraborg. Styret blev genvalgt, dvs. Birna Bjarnadottir er formand, medvirkende er Hrafnhildur Jósefsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Margrét B Eiríksdóttir og Paul Jóhannsson. Varamænd er Hjörtur Pálsson og Sigurbjörg Björgvinsdóttir.

Styret förste möde efter generalforsamling bliver holdt 17. mai kl 11:00.

12.05.2008 15:17

Endurkjörin stjórn NF í Kópavogi 2008

Aðalfundur Norrænafélagsins í Kópavogi var haldinn 30. apríl sl. Stjórn félagsins fyrir starfsárið 2008 - 2009 var endurkjörin frá fyrra ári.
Formaður er Birna Bjarnadóttir, meðstjórnendur eru Hrafnhildur Jósefsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Margrét B. Eiríksdóttir og Paul Jóhannsson. Varamenn eru Hjörtur Pálsson og Sigurbjörg Björgvinsdóttir.
Skoðunarmenn reikninga fyrir aðalfund 2009 eru Hallveig Andrésdóttir og Tómas H. Sveinsson.
  • 1
Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 23
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 87652
Samtals gestir: 33055
Tölur uppfærðar: 26.2.2021 18:26:52