Færslur: 2008 Júní

19.06.2008 22:37

Samvera í norræna vinabæjarlundinum

Stjórn Norræna félagsins í Kópavogi boðar til samverustundar í norræna vinabæjarlundinum í Kópavogi, sunnudaginn 22. júní kl 16:00. Lundurinn er staðsettur vestan megin við Digraneskirkju en aðkoma er ágæt fyrir akandi af bílastæði kirkjunnar og fyrir gangandi af göngustígnum í norðanverðum Kópavogsdal frá Digranesheiði eða Fífuhvammi. Fólk er hvatt til að klæða sig samkvæmt veðri og taka með sér kaffibrúsann.
Við munum ganga um lundinn og kanna aðstæður, ekki síst að huga að þeim trjám sem gróðursett voru á síðasta sumri. Vonast er til að sem flestir félagar og velunnarar lundarins komi saman nokkra stund og minnist norrænnar samvinnu.
  • 1
Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 23
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 87652
Samtals gestir: 33055
Tölur uppfærðar: 26.2.2021 18:26:52