Færslur: 2008 Nóvember

16.11.2008 13:00

Skýrsla stjórnar 2008

NORRÆNA FÉLAGIÐ

Félagsdeildin í Kópavogi

FORENINGEN NORDEN I ISLAND - KOPAVOGUR

 

Skýrsla stjórnar NF Kópavogs til aðalfundar 30. apríl 2008

Aðalfundur NF Kópavogi árið 2005 var haldinn 20. október, Þá var kjörin eftirfarandi stjórn:                         Kjartan Sigurjónsson, formaður

                                   Birna Bjarnadóttir, varaformaður

                                   Hrafnhildur Jósefsdóttir, gjaldkeri

                                   Margrét B. Eiríksdóttir, ritari

                                   Hrafn Harðarson og

                                   Margrét Björnsdóttir.

Stjórnin hélt nokkra nokkra stjórnarfundi fram til aðalfundar 2006 sem haldinn var 28. mars.

Þá var kosin eftirfarandi stjórn fyrir starfsárið 2006 - 2007:

                                   Birna Bjarnadóttir, formaður

                                   Margrét Björnsdóttir, varaformaður

                                   Hrafnhildur Jósefsdóttir, gjaldkeri

                                   Margrét B Eiríksdóttir, gjaldkeri og

                                   Paul Jóhannsson.

Stjórnin kom saman til 6 stjórnarfunda á því starfsári og var aðalfundur haldinn 25. apríl 2007.

Eftirfarandi skipa stjórn NF í Kópavogi starfsárið 2007 - 2008:

                                   Birna Bjarnadóttir, formaður

Meðstjórnandi:        Margrét Björnsdóttir, varaformaður               

                                    Hrafnhildur Jósefsdóttir, gjaldkeri       

                                    Margrét B. Eiríksdóttir, ritari   og       

                                    Paul Jóhannsson                                

Varamenn:                Hjörtur Pálsson           og                   

                                   Sigurbjörg Björgvinsdóttir      

Skoðunarmenn:      Hallveig Andrésdóttir  og       

                                   Tómas H. Sveinsson                          

Fulltrúar á Sambandsþing NF 2007:

                                   Birna Bjarnadóttir og Hrafnhildur Jósefsdóttir

                       

Aðalfundur NF 2007

Aðalfundur NF í Kópavogi var haldinn miðvikudaginn  25. apríl í safnaðarheimili Digraneskirkju. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum var Jógvan Hansen heiðursgestur félagsins boðinn velkominn. Hann er fæddur og uppalinn í Klakksvik í Færeyjum, en hefur búið á Íslandi og unnið við hárgreiðslu undanfarin ár. Hann er sigurvegari í X-Faktor hæfileikakeppni sem sýnd var á Stöð 2 síðastliðin vetur. Hann ræddi við fundarmenn um líf sitt í Klaksvík þegar hann var að alast upp og síðan hvernig það kom til að hann fluttist til Íslands og fór að vinna hér. Stjórn NF færði Jógvan áletraðan penna að gjöf að skilnaði og óskaði honum velfarnaðar í tónlistinni.

 

Fundardagatal starfsársins 2007 - 2008 var samþykkt eftirfarandi:

1. stjórnarfundur:                              5. maí  2007  12:00

Samvera í Vinabæjarlundi                24. júní 2007  

2. stjórnarfundur:                            22. sept. 2007 12:00

3. stjórnarfundur:                              3. nóv. 2007  12:00

45 ára afmæli NF                                5. des 2007

4. stjórnarfundur:                             19. jan. 2008   12:00

5. stjórnarfundur:                             23. febr 2008  12:00

6. stjórnarfundur:                             29. mars 2008 12:00

Aðalfundur:                                       30. apríl 2008 18:00

 

Stjórnin hélt 5 formlega fundi á starfsárinu, en stóð auk þess fyrir 2 félagssamkomum og kom saman á 2 óformlegum fundum. Þá lögðu stjórnarmenn vinnu í undirbúning  og sátu fundi um fyrirhugað norrænt heilsumót í júní 2008.

 

Stjórnarfundur var haldinn 5. maí 2007 þar sem stjórnin skipti með sér verkum og voru Margrét Björnsdóttir kjörinn varaformaður, Margrét B Eiríksdóttir, ritari og Hrafnhildur Jósefsdóttir, gjaldkeri. Þá var samþykkt fundardagskrá starfsárins. Stjórnin minntist starfa Hermanns Lundholm en hann fell frá í byrjun mánaðarins. Þá var gengið frá dagskrá og verkaskiptingu vegna samverustundar í Norræna vinabæjarlundinum 24. Júní. Rætt var um heimasíðu félagsins og samþykkt styrkveiting til starfsmanna Bókasafns Kópavogs samkvæmt tillögu formanns.

 

Vinabæjarlundur við Digraneskirkju

Þann 24. júní 2007 var komið saman til Samverustundar í vinabæjarlundinum og flutti Hjörtur Pálsson, rithöfundur erindi um tildrög lundarins. Gróðursett voru 2 tré og gengið um lundinn og hann skoðaður. Síðan var boðið upp á hressingu.

 

Árið 1994 var haldið vinabæjarmót í Kópavogi. Þá vígður Vinabæjarlundur vestan við Digraneskirkju og gróðursett eitt tré og tileinkað hverjum vinabæ. Norræna Félagið í Kópavogi hyggst hlú að þessum trjálundi á hverju sumri og efna þar til hátíðarstundar 24. júní. Við gangstíg neðan við þennan lund hafa Rótarý, Lions og Kíwanisklúbbar í Kópavogi sett upp upplýsinga skilti um trjálundi á þessu svæði í Kópavogsdalnum.

 
Stjórnarfundur var haldinn 22. september 2007 þar sem formaður tilkynnti um boðun formannafundar NF á Íslandi 20. október á Kirkjubæjarklaustri. Rætt var um Norræna vinabæjarlundinn og tillögu til úrbóta. Gerð var grein fyrir fundi með formönnum norrænu félaganna sem heimsóttu Tampere í september. Á þeim fundi lagði Gréta Eiríksdóttir fram tillögu frá stjórn NF um samstarf um íþróttamót eldri borgara. Formaður gerði grein fyrir fundum vinabæjarnefndar Kópavogs og tillögu um vinabæjarsamstarf milli Kópavogs og Wuhan í Kína. Vinabæjarmót var haldið í nóvember í Norrköbing í Svíþjóð en það mót var sótt af bæjarfulltrúum Kópavogs, einum embættismanni og formanni vinabæjarnefndar Kópavogs.

 

Á stjórnarfundi sem haldinn var 3. nóvember var unnið að undirbúningi 45 ára afmælis NF í Kópavogi sem var 5. desember 2008. Gengið var frá dagskrá og boðslista, en boðsbréf var sent öllum félögum og velunnurum.

 

Afmælis Norræna félagsins í Kópavogi var minnst með samkomu í Gerðarsafni 5. desember 2007. Formaður flutti ávarp og gerði grein fyrir styrk NF til starfsmanna Bókasafns Kópavogs. Hjörtur Pálsson sagði frá sögu félagsins og söngvarar úr kór Kársnesskóla kom og sungu nokkur lög undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Formaður Norræna félagsins í Reykjavíkg og formaður Glóðarinnar færðu félaginu gjöf. Gestum var boðið upp á léttar veitingar.

 

Þann 19. janúar 2008 var haldinn stjórnarfundur og rætt um verkefni vetrarins, fjárhagsstöðu félagssjóðs, heimasíðu sem þá var komin upp og fundi fram til aðalfundar. Rætt var um samstarfsverkefni NF og Glóðarinnar og verkaskiptingu stjórnar vegna þess verkefnis. Varaformanni var falið að endurskoða lög félagsins fyrir næsta stjórnarfund.

 

Stjórnarfundir sem áformaðir voru 23. febrúar og 29.mars féllu niður.

 

Föstudagskvöldið 4.apríl bauð varaformaður stjórn NF ásamt mökum til fundar með framkvæmdastjóra Norræna félagsins í Danmörku Peter Jon Larsson og komu hans en þau voru gestir Margrétar og eiginmanns hennar.

 
Stjórnin kom hins vegar saman til fundar 5. apríl. Á þeim fundi var lesið ítarlega yfir lög NF í Kópavogi og tillögur til lagabreytinga og til hliðsjónar lög Norræna félagsins á Íslandi. Samþykkti stjórnin að leggja ekki til lagabreytingar á næsta aðalfundi en boða til aðalfundar 30. apríl en samkvæmt lögum félagsins skal aðalfundur haldinn fyrir apríllok.

 

Aðalfundur var boðaður miðvikudaginn 30. apríl kl 18:00 í Kórnum fundarsal í Bókasafni Kópavogs.

 

Samstarf við Íþróttafélagið Glóð

Stjórn NF í Kópavogi ákvað á fundi sínum í september að stuðla að norrænu samstarfi um íþróttir fyrir eldri borgara. Sigurbjörg Björgvinsdóttir var tilnefnd sem tengiliður stjórnar fyrir verkefninu. Formaður, ritari og gjaldkeri tóku einnig að sér verkefni vegna undirbúnings og sátu fjölda funda með stjórn og fulltrúum Glóðarinnar í nóvember 2007 til 1. mars.Formaður og Paul Johannson sátu aðalfund Glóðarinnar sem haldinn var  24. janúar 2008. Formður stjórnar NF lagði fram erindi fyrir vinabæjarnefnd Kópavogs um málið og vann ásamt gjaldkera umsóknir í norræna sjóði. Þann 1. mars var boðaður fundur stjórn Glóðarinnar sem lagði fram tillögu um frestun verkefnisins um 2 ár. Eftir nokkrar umræður var ljóst að það var vilji Glóðarinnar og formaður NF samþykkti tillöguna.

 

Vinabæjarsamstarf

Norræna félagið í Tampere bauð fulltrúum norrænu félaganna til þátttöku á fundi 29. - 30. september í tilefni afmælis borgarinnar. NF í Kópavogi sendi Margréti B. Eiríksdóttur, ritara stjórnar, sem fulltrúa sinn til fundarins. Formaður Norræna félagsins í Óðinsvéum hefur ítrekað verið í sambandi við formann NF í Kópavogi og er væntanlegur í heimsókn um miðjan maí.


Kópavogur hóf vinabæjarsamstarf við borgir og bæi á Norðurlöndum árið 1964, en Norræna Félagið í Kópavogi var stofnað 5. desember 1962.

 

Vinabæir Kópavogs eru:

Álandseyjar:                Mariehamn

Danmörk:                    Odense

Finnland:                     Tampere

Færeyjar:                     Klaksvik

Grænland:                   Ammassalik

Noregur:                      Trondheim

Svíþjóð:                        Norrköping

Kína:                            Wuhan

 

Vinabæjarnefnd Kópavogs 2006 - 2010

er skipuð eftirfarandi fulltrúum:

Margrét Sigmundsdóttir, formaður

Hildigunnur Lóa Högnadóttir

Heiðrún Sverrisdóttir

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs og

Birna Bjarnadóttir, formaður NF í Kópavogi

Með vinabæjarnefndinni starfa Björn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri tómstunda og menningarsviðs og Linda Udengaard deildarstjóri menningardeildar.

 

Vinabæjarnefnd Kópavogs hefur komið saman til nokkurra funda og undirbúið þátttöku á vinabæjarmóti í Norrköbing sem haldið var í október 2007 og kynningu á Kópavogi sem haldin var í Klakksvík í febrúar 2008.

 
Kópavogi, 29. apríl 2008

 

F.h. stjórnar NF Kópavogi

Birna Bjarnadóttir, formaður

  • 1
Flettingar í dag: 30
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 23
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 87658
Samtals gestir: 33055
Tölur uppfærðar: 26.2.2021 18:49:51