Færslur: 2009 Janúar

17.01.2009 16:14

Stjórnarfundur 17. janúar 2009

Stjórn NF í Kópavogi koma saman til fundar laugardaginn 17. janúar 2009 11:00.

Rætt var um fundargerðir stjórnar og vistun þeirra á heimasíðu en fundargerð síðasta aðalfundar hefur ekki verið lögð fram. Skýrsla stjórnar til aðalfundar 2008 er hins vegar á síðunni. Rætt um tengingu á fleiri tengla á heimasíðunni og uppfærslu á upplýsingum um stjórnarmenn. Kannað verður tengingar inn á félagaskráningarform á heimasíðu Norræna félagsins á Íslandi og upplýsingar um fríðindi félagsmanna.

Rætt var um skráningu netfanga félagsmanna NF í Kópavogi en ekki er enn fundið lausn á hýsingu þeirrar skrár þar sem félagið er ekki með skráðan síma og vistun á simnet.is því ekki valkostur. Samþykkt að formaður ræði við framkvæmdastjóra NF um möguleika á vistun skrárinnar hjá aðalfélaginu.

Þá voru ákveðnir fundardagar stjórnar fram til aðalfundar og verkefni þeirra funda. Samþykkt að taka upp umræðu um endurskoðun laga fyrir Norræna Félagið í Kópavogi en það var langt komið fyrir síðasta aðalfund. Samþykkt að ritari taki saman athugasemdir og sendi stjórnarmönnum í næstu viku. Tillögur að lagabreytingum verði síðan ræddar á fundinum í febrúar. Formanni falið að kanna möguleika á að halda stjórnarfund á skrifstofunni við Óðinstorg í mars. Aðalfundur verði síðan boðaður í apríl.

Sigurbjörg sagði frá ferð félaga í Glóðinni til Kanaríeyja í nóvember og þátttöku á fimleikamóti þar. Mikil starfsemi er á vegum Glóðarinnar og gengur vel að undirbúa þátttöku á landsmóti á Akureyri í sumar og fleiri erlendum mótum á haustmánuðum. Hún sagði að fulltrúar Glóðarinnar hefðu verið 34 en alls 187 frá Íslandi. Þátttakendur voru frá Danmörku og Finnlandi. Sagði hún skemmtilega sögu um finnska hópinn. Aðalfundur Glóðarinnar verður haldinn 22. janúar nk og var varaformanni falið að bera Glóðinni kveðjur frá Norræna félaginu í Kópavogi.

Paul sagði frá þátttöku sinni á vinabæjarmóti í Asker í Noregi með Norræna félaginu í Garðabæ.

Birna gerði grein fyrir fundi vinabæjarnefndar Kópavogs sem haldin var í árslok og boðuðum stjórnarfundi um næstu mánaðarmót.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl 12.

06.01.2009 22:07

Vinabæir Kópavogs

Kópavogur hóf vinabæjasamskipti við aðra bæi og borgir á Norðurlöndum árið 1964. Það ár var komið á tengslum við Óðinsvé í Danmörku,  Þrándheim í Noregi, Norrköbing í Svíþjóð og  Tampere í Finnlandi.

Árið 1967 voru tekin upp vinabæjatengsl við Klakksvik í Færeyjum, árið 1974 við Maríuhöfn á Álandseyjum og tveimur árum síðar við Ammassalik á Grænlandi.

Árið 2007 var síðan hafið vinabæjarsamstarf við Wuhan borg í Kína.

Sjá nánar á heimasíðu Kópavogsbæjar, www.Kopavogur.is

Til upplýsingar fyrir áhugasama aðila má benda á að frá torginu fyrir framan Bæjarskrifstofur Kópavogs til vinabæjanna eru:

2.028 km til Óðinsvéa á Fjóni,
1.578 km til Þrándheims í Noregi,
2.091 km til Norrköbing í Svíþjóð,
2.297 km til Tampere í Finnlandi,
798 km til Klakksvikur í Færeyjum,
2.187 km til Maríuhafnar á Álandseyjum,
770 km til Ammassalik á Grænlandi og
8.871 km til Wuhan í Hubei héraði í Kína.

Hér má sjá upplýsingar um vinabæina á ýmsum tungumálum
Ammassallip Kommunia á Grænlandi http://www.ammassalik.gl/
Klaksvik í Færeyjum   http://www.klaksvik.fo/
Mariehamn á Álandseyjum  http://www.mariehamn.aland.fi/
Norrköping í Svíþjóð  http://www.norrkoping.se/
Odense á Fjóni í Danmörku  http://www.odense.dk/
Tampere í Finnlandi  http://www.tampere.fi/
Trondheim í Noregi  http://www.trondheim.kommune.no/
Wuhan í Kína

06.01.2009 18:22

Næsti stjórnarfundur

Stjórn Norræna félagsins í Kópavogi er boðuð til  fundar laugardaginn 17. janúar 2009 kl 12:00 til 13:00.

Fyrirhuguð dagskrá:
1. Fundargerð síðasta fundar.
2. Skráning netfanga félagsmanna.
3. Verkefni framundan.
4. Önnur mál.

06.01.2009 10:40

Kynning á stjórn NF Kópavogi

Stjórn Norræna félagsins í Kópavogi er skipuð eftirfarandi félögum:

Birna Bjarnadóttir, formaður,
Hraunbraut 21, 200 Kópavogur 
netfang: birna.bjarnadottir (hjá) simnet.is

Hrafnhildur Jósefsdóttir, gjaldkeri,
netfang: vigholastigur18 (hjá) internet.is

Margrét Björnsdóttir, varaformaður
netfang: margretb (hjá) simnet.is

Margrét B. Eiríksdóttir, ritari 
netfang: gretab (hjá) simnet.is

Paul Jóhannsson, meðstjórnandi
netfang: pauljoh (hjá) simnet.is 

Varamenn eru Hjörtur Pálsson og Sigurbjörg Björgvinsdóttir.

Skoðunarmenn reikninga eru Hallveig Andrésdóttir og Tómas H. Sveinsson.
  • 1
Flettingar í dag: 11
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 23
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 87639
Samtals gestir: 33055
Tölur uppfærðar: 26.2.2021 17:53:37