Færslur: 2009 Mars

23.03.2009 10:07

Dagur norrænnar tungu

Í dag 23. janúar er haldið málþing í Norræna Húsinu í Reykjavík í tilefni Dags Norðurlandanna eða Dags norrænnar tungu.

Þar munu verða flutt athyglisverð erindi um stöðu Norðurlandanna og verður áhugavert að fylgjast með sýn frummælenda á norrænt samstarf og samvinnu á tímum efnahagsþrenginga.

Fulltrúar stjórnar Norræna félagsins í Kópavogi munu sitja málþingið og væntanlega draga þar lærdæm af.

08.03.2009 18:16

Stjórnarfundur 7. mars 2009

Stjórn Norræna félagsins í Kópavogi hélt fund laugardaginn 7.mars kl 11:00.

Rætt var um endurskoðun laga félagsins sem samþykkt voru á stofnfundi 5. desember 1962 og þykir tímabært að aðlaga þann texta lögum Norræna félagsins á Íslandi og nútímasamfélagi.
Samlesin voru drög að nýjum lagatexta og Paul var síðan falið að senda stjórnarmönnum til yfirlestrar og athugasemda fyrir næsta stjórnarfund sem ákveðinn var 3. apríl.

Formaður gerði grein fyrir fyrirhugaðri dagskrá í tilefni degi norrænnar tungu sem haldinn verður 23. mars. Fjórir stjórnarmenn munu sækja fund af því tilefni fyrir hönd félagsins.

Stjórnin ræddi hugmynd um norræna messu í Hallgrímskirkju á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd en Hjörtur Pálsson er þjónandi prestur í þeirri sókn fram á sumar. Nánar verður unnið að þessu verkefni í samráði við Hjört.

Aðalfundur NF í Kópavogi er ákveðinn 29. apríl 2009 kl 18:00. Staðsetning verður kynnt síðar. Rætt var um undirbúning aðalfundar, fundarboðun og kynningu lagabreytinga ef stjórnin ákveður svo.

Stjórnin ræddi um vinabæjarlundinn við Digraneskirkju og fyrirhugaða samverustund á Jónsmessu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 12:45.
  • 1
Flettingar í dag: 11
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 23
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 87639
Samtals gestir: 33055
Tölur uppfærðar: 26.2.2021 17:53:37