Færslur: 2009 Október

10.10.2009 10:34

Stjórnarfundir í sept og okt 2009

Stjórn Norræna félagsins í Kópavogi hefur komið saman til funda í haust. Fyrri fundurinn var 15. september og var haldinn í kaffihúsinu Muffins í Hamraborg. Á dagskrá var kjör í embætti stjórnar. Niðurstaða fundarins var að varaformaður er nú Hrafnhildur Jósefsdóttir, gjaldkeri er Gréta B. Eiríksdóttir og ritari er Margrét Björnsdóttir. Paul Jóhannsson mun annast fundarboðun stjórnarfunda. Varamenn voru kjörnir á aðalfundi þau Sigurbjörg Björgvinsdóttir og Hjörtur Pálsson. Formaður er Birna Bjarnadóttir.

Síðari stjórnarfundurinn var haldinn 6. október og einnig í Muffins. Þá var fjallað um undirbúning Sambandsþings Norræna félagsins á Íslandi sem haldið verður í Kópavogi 10. og 11. október 2009.
Norræna félagið í Kópavogi á 2 fulltrúa á þinginu en alls munu um 40 fulltrúar sitja þingið.
Fulltrúar Norræna félagsins í Kópavogi verða Birna Bjarnadóttir og Margrét Björnsdóttir og varamaður er Paul Jóhannsson. Félaginu var falið að tillnefna fundarstjóra og fundarritara á þinginu báða dagna og voru til þess tilnefndir félagar í Norræna félaginu.

Næsti stjórnarfundur er áformaður 3. nóvember 2009 kl 17:00
  • 1
Flettingar í dag: 30
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 23
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 87658
Samtals gestir: 33055
Tölur uppfærðar: 26.2.2021 18:49:51