Færslur: 2020 Mars

01.03.2020 13:16

Aðalfundur 2020

Til félaga í deild Norræna félagsins í Kópavogi.

Aðalfundur er boðaður í félagsdeildinni þriðjudaginn 10. mars næstkomandi kl 17:00 í húsnæði Norræna félagsins á Íslandi að Óðinsgötu 7 í Reykjavík.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt eftirfarandi:

1.       Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2.       Skýrsla stjórnar um störf og fjárhag félagsdeildarinnar.

3.       Kosning formanns til tveggja ára þegar við á.

4.       Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðunarmanna fyrir næsta starfsár.

5.       Kosning fulltrúa og varamann á sambandsþing.

6.       Önnur mál.

Síðast var boðað til aðalfundar árið 2010 en þeim fundi lauk án kosninga stjórnarmanna.

Á fundingum verður lögð fram tillaga um að taka þátt í sameiningu tveggja til fjögurra félagsdeilda Norræna félagsins á höfuðborgarsvæðinu. Verði sú tillaga samþykkt mun félagatal og eignir deildarinnar verða lagðar til hinnar nýju, sameinuðu félagsdeildar.

Rétt til setu og þátttöku á aðalfundinum hafa þeir sem greitt hafa árgjald 2019 til Norræna félagsins.

Í Kópavogi 1. mars 2020,

Birna Bjarnadóttir kjörinn formaður á aðalfundi 2009.

  • 1
Flettingar í dag: 30
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 23
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 87658
Samtals gestir: 33055
Tölur uppfærðar: 26.2.2021 18:49:51